149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

fjáraukalög 2018.

437. mál
[10:40]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil, eins og félagar mínir í meiri hluta fjárlaganefndar, taka fram að hér er um óvenjulítil frávik að ræða. Hér hefur náðst mikill árangur og vil ég hrósa okkur öllum fyrir það. Ég vil þakka fyrir að haldið hefur verið vel á spilum. Við ræddum það í mikilli hreinskilni í umræðunni í gær hvað það væri sem enn þyrfti að bæta. Við erum í öllum aðalatriðum sammála um það. Við erum að ná árangri.

Ég þakka fyrir gott samstarf í fjárlaganefnd. Foringi okkar í fjárlaganefnd hefur sýnt að hann er jafn góður á velli fjárlaganefndar og knattspyrnuvellinum. Ég horfi til þess að við afgreiðslu fjárauka næsta árs höfum við náð þessum markmiðum okkar. Það er mjög mikilvægt.