149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

fjáraukalög 2018.

437. mál
[10:41]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Miðflokkurinn telur að fjáraukalög eigi einungis að nota í neyðartilfellum þar sem varasjóðir hafa tekið við hlutverki fjáraukalaga. Það er ljóst að mikill misbrestur er á því að frumvarpið sé í samræmi við ákvæði laga sem um það gilda. Það er afar mikilvægt að úr því verði bætt. Þar er virðing Alþingis í húfi.