149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[10:56]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Tilgangur þessa frumvarps er góður. Hann er fyrst og fremst sá að efla íslensku og auka lestur. Þingflokkur Viðreisnar er ekki þeirrar skoðunar að þetta sé réttasta leiðin til þess, það sé skynsamlegra að reyna að auka aðgengi að bókum, hvetja fólk til lestrar. Aðrar aðferðir eru skilvirkari og betri en þessi. Hins vegar mun þingflokkur Viðreisnar styðja breytingartillögur sem eru við frumvarpið enda eru þær flestar til bóta, en vera á gulu í málinu í heild.