149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi.

221. mál
[11:07]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í umsögn Rauða krossins við þetta frumvarp kemur fram að hann telur tvær breytingar sem þar eru vera íþyngjandi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Annars vegar er sú breyting að formaður og varaformaður geti úrskurðað einir um synjun eða veitingu á dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða sérstakra tengsla, og hins vegar er um að ræða þá breytingu sem lögð er til með 3. gr. þar sem felld eru brott ákvæði um boðun í viðtal í annað sinn.

Ég mun því sitja hjá.