149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

beiðni um fundarhlé.

[14:20]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Virðulegur forseti. Ef hæstv. forseti er tilbúinn að gefa þingmönnum hlé til að ræða innihald þessa tölvupósts tel ég ekki ástæðu til að rekja innihald hans hér á þessari stundu. En ef hæstv. forseti telur að það sé hægt að afgreiða mál á borð við það sem nefnt er í þessum pósti í framhjáhlaupi rétt í lok þings án umræðu þurfum við að sjálfsögðu að gera verulegar athugasemdir við það. Ég vil því bara ítreka það við hæstv. forseta að við erum tilbúin að ræða þetta mál og hvernig á því skuli haldið en það er algjörlega útilokað að fara fram á það af þingmönnum, a.m.k. þingmönnum Miðflokksins, að það mál sem nefnt er í umræddum pósti fari hér í gegn án umræðu.