149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

77. mál
[14:48]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég er, ásamt hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur, á þessu minnihlutaáliti og þessari breytingartillögu. Mig langar til að segja það til viðbótar við það sem fram kom í máli hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur, að markmið þessa frumvarps er að renna stoðum undir og styrkja lagastoð fyrir vinnslu persónuupplýsinga þannig að gildandi réttur fullnægi skyldum nýrrar persónuverndarlöggjafar.

Frumvarpið hefur tekið ýmsum góðum breytingum í meðförum umhverfis- og samgöngunefndar, en þetta sat þó eftir að mati okkar. Við leggjum til þær lágmarksbreytingar að tryggja rétt þeirra aðila sem þarna getur. Hv. þm. Helga Vala Helgadóttir fór vel yfir málið og mig langar til að hvetja þingheim til að samþykkja þessa breytingartillögu. Hún hefur eingöngu áhrif á þennan hóp, hún mun ekki hafa áhrif á það markmið sem frumvarpið hefur. Við verðum að gæta okkar að stíga ekki of stór skref inn á svið persóna þegar við erum að breyta lögum og reyna að uppfylla þessi nýju persónuverndarlög. Þannig að ég bið um stuðning við þetta mál.