149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

77. mál
[14:55]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er ekki eins og nefndarmönnum hafi þótt þetta frumvarp léttvægt almennt séð. Það hefur með persónuvernd að gera og persónulegar upplýsingar sem ýmsar stofnanir ríkisins þurfa að geta leitað í til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Auðvitað var ítrekað farið yfir þetta mál og það var og er mat meiri hlutans að hjá því verði ekki komist að þessi lagasetning verði með þeim hætti sem hér er boðað af hálfu meiri hlutans.

Persónuvernd gerir ekki við þetta athugasemdir og voru færð fyrir nefndinni sterk rök fyrir því að sú breytingartillaga sem hér er flutt gengi hreinlega ekki upp. Það er of langt mál að fara út í einhverja umræðu um það hér og nú, en þetta er staðan. Það er á grundvelli þessa sem meiri hlutinn leggur til að niðurstaðan verði með þeim hætti sem kemur fram í okkar nefndaráliti.