149. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2018.

fjáraukalög 2018.

437. mál
[15:53]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Við ræðum hér tillögu um aukafjárveitingu til tveggja heilbrigðisstofnana, Suðurnesja og Suðurlands. Ég ítreka það sem ég fór yfir í ræðu, að gripið hefur verið til aðgerða, það sjáum við ef við horfum á þróun undanfarinna missera. Ef það hefur ekki dugað til þarf að taka á því. En ég ætla ekki að sitja undir einhverjum skömmum um að við þurfum að taka á vanda víða í þjóðfélaginu. Fjáraukalagafrumvarp er ekki vettvangurinn til að bregðast við beiðnum einna eða tveggja stofnana þegar vandinn er heildstæður úti um allt land. Það yrðu bara mjög ankannaleg skilaboð. Hér geta hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar staðið heilagir og boðað að það sé allt of mikið umfang í fjáraukalagafrumvarpinu og komið á síðustu metrunum og ætlað að redda hér einni stofnun eða tveimur.

Það eru bara ekki rétt skilaboð, hæstv. forseti. Þess vegna segi ég nei.