149. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2018.

fjáraukalög 2018.

437. mál
[15:56]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegur forseti. Ég vil upplýsa undir þessari umræðu að undanfarnar vikur hefur átt sér stað gott samstarf og samtal um það ástand sem er á heilbrigðisstofnunum víða um landið. Þá vil ég sérstaklega nefnilega bráðadeildirnar á Kragasjúkrahúsunum, á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi, og hina fordæmalausu íbúafjölgun, samsetningu íbúanna og þeirra hópa sem tilheyra á þessum stöðum.

Ég fullyrði að eftir þessi samtöl og samstarf er mikill skilningur í ráðuneytunum. Velferðarráðuneytið var á fundi velferðarnefndar síðast í gær um þessi mál og hæstv. heilbrigðisráðherra er búin að fullvissa okkur um að komin er af stað vinna við að bregðast við þessu og móta framtíðarlausn í þessum málum. Ég treysti þeirri vinnu og vil gefa (Forseti hringir.) hv. fjárlaganefnd svigrúm til að taka á þessu með hæstv. heilbrigðisráðherra.

Þess vegna segi ég nei.