149. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[16:01]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Það er alveg ljóst að um tímamótaaðgerð er að ræða. Innspýtingin í þennan geira er um 17% af veltunni þannig að þetta er veruleg búbót. Við erum að gera þetta í þágu íslenskunnar. Við erum að gera þetta til að styrkja bókaútgáfu í landinu og ég er sannfærð um að við erum að snúa vörn í sókn. Þetta er fyrsta aðgerðin af mörgum sem við erum að gera til að styrkja við bækur og bókmenntir í landinu. Ég fagna því að sjá hversu breið og mikil samstaða er í þinginu og að allir séu að huga að því hvernig við getum gengið inn í þessi bókajól saman.