149. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[16:02]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Ég er félagi í Rithöfundasambandi Íslands eins og hv. þm. Snæbjörn Brynjarsson og ég er reyndar í öðru félagi sem heitir Hagþenkir, sem er félag fræðiritahöfunda. Það er ekki eining meðal rithöfunda um þessa leið. Hún er að einhverju leyti tilraun og við munum þá sjá hvernig hún fer. Þetta er samt sem áður tilraun sem verið er að fara út í, hvernig sem á það er litið og ekki hægt að fullyrða um að virðisaukaskattstillagan hefði verið betri. Það er hægt að meta hana eftir á, það er hægt að breyta niðurstöðunni.

Mér finnst þetta gott skref og því segi ég já.