149. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[16:03]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Forseti. Ég er sammála því að hlúa þurfi að að íslenskri tungu, efla læsi og lestur, ekki síst meðal ungs fólks. Í því samhengi er mikilvægt að efla útgáfu, auka lestur og bæta aðgengi fólks að bókum. Ég er ekki sannfærður um að besta leiðin að því marki sé að verja 400 milljónum beint til bókaútgáfu, miklu frekar að beita samkeppnissjóðum til að gefa út góð verk, stórefla bókasöfn og aðgengi ungs fólks að bókum í námi og leik. Það er besta aðferðin. Þetta er ekki besta aðferðin.

Ég vil hins vegar ekki standa í vegi fyrir þessu máli. Vonandi tekst það vel en ég er ekki sannfærður. Ég verð á gula takkanum í þessu máli.