149. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[16:04]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegur forseti. Þetta frumvarp er mikið fagnaðarefni. Það er gott að við séum að stíga skref til að styrkja bókaútgáfu á Íslandi og styðja þar með við aukinn lestur í kjölfarið. Ég hvet fólk sem vill gera það sem ég taldi hér upp og styðja við bókaútgáfu, fólk sem vill hag bókarinnar sem mestan, til að greiða ekki atkvæði gegn stuðningi við bókaútgáfu. Þó að viðkomandi telji kannski að einhver önnur leið hefði verið betri segi ég fyrir mína parta að mér finnast það röng skilaboð að greiða atkvæði gegn málinu. Ég er stoltur yfir því að geta lagt mitt af mörkum til að styðja við bókaútgáfu. Eins og hv. þm. Ari Trausti Guðmundsson kom inn á förum við síðan yfir hvernig þetta hefur gengið og hvort eitthvað þurfi að skoða, en bókaútgáfa er á þeim stað að allt er betra en ekkert.