149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

mannabreytingar í nefndum.

[15:10]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill tilkynna að honum hefur borist erindi frá þingflokki Pírata um mannaskipti í nefndum, samanber 16. gr. þingskapa, þannig að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir taki sæti Helga Hrafns Gunnarssonar í allsherjar- og menntamálanefnd og Helgi Hrafn Gunnarsson taki sæti Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í atvinnuveganefnd.

Skoðast þessar mannabreytingar samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.