149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:11]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirtöldum ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum, frá utanríkisráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 748, um vernd úthafsvistkerfa, frá Snæbirni Brynjarssyni, frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 772, um vistvæn atvinnutæki á svæðum í umsjá stofnana sem heyra undir ráðuneytið, frá Kolbeini Óttarssyni Proppé, og á þskj. 576, um kærur og málsmeðferðartíma, frá Birni Leví Gunnarssyni, frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 570, um kærur og málsmeðferðartíma, frá Birni Leví Gunnarssyni, og loks frá félags- og barnamálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 763, um fjölda félagsbústaða, frá Snæbirni Brynjarssyni.