149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[15:14]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar sem gerir ráð fyrir að formenn allra stjórnmálaflokka, eða staðgenglar þeirra, taki til máls og hafi til þess tíu mínútur hver. Andsvör verða leyfð. Óski fleiri en fjórir þingmenn eftir að veita andsvör gilda rýmri reglur þannig að allir stjórnarandstöðuflokkar eigi þess kost að veita andsvör við ræðum stjórnarliða og er þá ræðutími styttur í eina mínútu í báðum umferðum.

Röð flokkanna verður eftirfarandi: Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Samfylkingin, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins.