149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[15:15]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (U) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kem hér upp undir fundarstjórn forseta til að benda á hið augljósa. Ég er annar tveggja þingmanna sem með bréfi hinn 3. desember sl. tilkynntu forseta að þeir hygðust starfa á þingi utan flokka og hafa með sér samstarf. Óskaði ég jafnframt eftir því að sérstakt tillit yrði tekið til þessarar samstöðu okkar í störfum þingsins.

Nú ber svo við að hér fara fram stjórnmálaumræður. Við þessu erindi okkar frá 3. desember sl. höfum við engin svör fengið. Svar forseta og forsætisnefndar til okkar liggur í augum uppi. Það verður og er ekkert tillit tekið til þessa erindis. Við þessa stjórnmálaumræðu er okkur ekki úthlutuð ein einasta mínúta.

Þetta er óboðlegt, herra forseti.