149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[15:47]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Hann sagðist ætla að spyrja um þrennt og ég náði tvennu. Það var rétt hjá mér, er það ekki? Annars vegar er það bankakerfið. Ég sagði mjög skýrt áðan að það er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Þar hef ég sagt að ég telji rétt að við forgangsröðum sölu á eignarhlutum í Íslandsbanka. Þar hef ég líka sagt algerlega skýrt að fyrst þurfi hvítbókin að koma fram, sem nú er komin fram, og Alþingi að taka afstöðu til þeirra tillagna sem þar er að finna um ýmsar breytingar sem ekki eru hluti af því sem hefur verið unnið að, þ.e. innleiðingu evrópska regluverksins, sem er samt mjög mikilvægt, um fjármálamarkaðinn, en eru kannski aðeins umfram það regluverk. Þetta liggur skýrt fyrir. Hins vegar verðum við að átta okkur á því að það getur allt tekið sinn tíma, en þetta er skrifað nokkuð skýrum stöfum í stjórnarsáttmála.

Hvað varðar skattheimtu af umferð er tími minn liðinn en ég skal (Forseti hringir.) reyna að koma því að sem og svarinu við þriðju spurningunni í seinna svari.