149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[16:10]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er auðvitað mjög eftirsóknarvert að vera góður. Ég efast ekkert um að hv. þingmaður sé góður, en vandamálið í ræðunni var að hann var góður en við hin ekki jafn góð. Þess vegna notar hann orðin „við sem viljum jöfnuð sem mestan“ og „hin sem telja réttlæti ekki skipta máli“.

Það er mjög eftirsóknarvert að vera góður. Ég hef ekki frekar en hv. þingmaður skilið orðið „góður“ og hef aldrei litið á það í neikvæðri merkingu, fjarri lagi. Það sérkennilega við þetta er að aðrir séu vondir eða ekki eins góðir. Ég vil mótmæla því, hv. þingmaður. Við höfum mismunandi leiðir að ákveðnu marki og þess vegna geri ég líka athugasemdir við það að þeir sem ekki vilja endilega vera í þessu fína alþjóðlega samstarfi sem heitir Evrópusambandið séu taldir á móti alþjóðlegu (Forseti hringir.) samstarfi. Þeir eru ekkert menn einangrunar eða ótta nema síður sé.