149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[17:43]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Kollegi minn var að benda mér á að hæstv. forsætisráðherra minntist í ræðu sinni á að tillögur stjórnlagaráðs ættu að vera til hliðsjónar á meðan ég tel að þær ættu að vera til grundvallar. Þar á er munur. Ég vildi bara að það kæmi skýrt fram.

Varðandi þessa blessuðu sátt þarf bara meiri hluta til að samþykkja nýja stjórnarskrá. Það verður aldrei fullkomin sátt um það. Ég sé ekki að það gerist nokkurn tímann. Svo er líka spurning um hvort þeir flokkar sem vilja fá nýja stjórnarskrá fái brautargengi til þess í næstu kosningum. Það er viss sátt sem þjóðin gæti sýnt. En þessi fullkomna sátt, að hver einasti flokkur á þessu þingi verði sáttur við stjórnarskrána, verður aldrei. Við þurfum að nálgast þetta á annan hátt. Þjóðin þarf að koma með sáttina. Þjóðin þarf að segja okkur til verka.