149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[17:51]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Þetta er áhugaverð umræða. Mér finnst gott að fram komi hvar fólk stendur raunverulega í henni. Mér finnst mikilvægt að fram komi að 43,8% tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um setningu sambandslaganna á sínum tíma og 45% um afnám áfengisbanns, en 49% tóku þátt í að greiða atkvæði um stjórnarskrána. (Gripið fram í.) 49% tóku þátt í að greiða atkvæði um stjórnarskrána en það var bara ráðgefandi, því miður. Ég deili ekki þessum hugmyndum. Þetta er lýðræðislegt mál og við eigum að ganga frá því sem allra fyrst. Það er von mín að við gerum það.