149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[18:12]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Ég ætla að leyfa mér að spyrja hæstv. ráðherra aftur um borgarlínuna, ef ég var ekki skýr áðan, af því að mig langar að vita það. Ég kalla þetta borgarlínu og það má vera að hæstv. ráðherra, líkt og sumir aðrir ráðherrar eða þingmenn meiri hlutans, hiksti á því orði en mér líður vel með það. Spurningin er: Er það inni í myndinni að samhliða þeirri breytingartillögu sem meiri hlutinn hyggst leggja fram um núverandi samgönguáætlun ráðherra verði gengið frá skýru og bindandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun á borgarlínu?

Síðan velti ég öðru fyrir mér. Það kemur fram að meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar telur eðlilegt að samgönguáætlun verði lögð fram aftur innan þriggja ára og þá á sama tíma og verið er að skoða fjármögnunarmál, nánari útlistanir á gjaldtöku o.s.frv. Það hefur jafnframt komið fram í máli einstakra nefndarmanna að svo geti orðið strax næsta haust. Ég spyr hæstv. ráðherra: Er hann að vinna að því samhliða (Forseti hringir.) allri þeirri vinnu að ný samgönguáætlun verði lögð fram næsta haust? Er það markmið hæstv. ráðherra?