149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[18:24]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við þurfum tvímælalaust miklu lengri umræðu um þetta mál og ég hlakka til þegar það kemur inn á þingið. Í seinni hlutanum langar mig að skipta yfir í annað umræðuefni hæstv. ráðherra í framsöguræðu hans. Það er spurningin um málefni barna en sérstök áhersla er lögð á málefni barna eins og kemur fram í nýjum ráðherratitli ríkisstjórnarinnar. Píratar eru alla vega með tvö mál þar sem mjög mikið er komið inn á málefni barna. Annars vegar er það bætt stjórnsýsla í umgengnismálum, sem ég vænti þá að stuðningur verði við ef áherslan er virkilega á málefni barna, og hins vegar er það fullgilding þriðju valfrjálsu bókunar barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem því miður hefur ekki enn verið mælt fyrir. Mér þætti vænt um að heyra að eitthvað slíkt sé á ferðinni á næstunni, við erum með fulltrúa í þeirri nefnd sem sú bókun, ef hún yrði fullgild, myndi gefa okkur leið að.