149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

hvalveiðar.

[13:36]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið. Ég er í rauninni að vísa í nákvæmlega það sem ég býst við að hæstv. forsætisráðherra átti sig á. Ég geri mér fulla grein fyrir því hvaða ráðuneyti fer með málaflokkinn en ég geri mér líka grein fyrir því að hæstv. forsætisráðherra og flokkur hennar er í forsvari þessarar ríkisstjórnar og hefur verið með skýra stefnu og skýra sýn hvað varðar hvalveiðar við Íslandsstrendur. Ég tel í raun og veru að það felist meira í dýraverndarsjónarmiðinu sem slíku. Síðasta sumar var einn einstaklingur að veiða. Þjóðin er í raun nánast klofin. Þá er spurningin enn þá þessi, og mér nægir eitt svar: Mun hæstv. forsætisráðherra og flokkur hennar á einhverjum tímapunkti samþykkja áframhaldandi útgáfu nýs hvalveiðileyfis nú í sumar?