149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

dagskrá fundarins.

[14:15]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Forseti. Forseti hefur ekki gætt upplýsingaskyldu sinnar í samræmi við þingsköp varðandi það mál sem hefur verið sett á dagskrá hér næst, sem kemur kannski ekki á óvart þegar markmið málsins sem hann hyggst kynna á eftir er að brjóta þingsköp með svívirðilegum hætti.

Við gátum e.t.v. ekki vænst þess að Steingrímur J. Sigfússon forseti yrði sanngjarn forseti. En við gátum heldur ekki búist við annarri eins framgöngu og við höfum séð frá forseta að undanförnu. Þó hefur forsetinn sýnt á undanförnum árum að hann skeytir ekki um lög, jafnvel þegar þau varða þjóðarhagsmuni, né réttlæti þegar hann vill ná markmiðum sínum. En hvern gat grunað að hann myndi standa fyrir því að löggjafinn vanvirti lögin sem gilda um þingið sjálft?