149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

dagskrá fundarins.

[14:18]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Herra forseti. Það er rétt sem hér hefur komið fram. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar eða haft neina aðkomu að því að ræða hvernig málinu á að vinda fram. Samt er búið að ákveða hvernig ljúka á þessu máli. Það er meira að segja búið að ákveða að setja upp tímalínu sem segir okkur að málinu eigi að vera lokið í apríl, ef ég man rétt. Mér finnst þetta ekkert annað en valdníðsla. Mér finnst mjög óþægilegt að standa hér en ég get ekki annað.