149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

dagskrá fundarins.

[14:23]
Horfa

Una María Óskarsdóttir (M):

Hæstv. forseti. Það leiðindamál sem er nú á dagskrá, kosning tveggja nýrra varaforseta, er komið í öngstræti. Eftir því sem manni sýnist á að nýta 94. gr. þingskapalaga til að koma málinu áfram. Í 6. gr. þingskapalaga kemur fram að kosning forseta og varaforseta skuli gilda allt kjörtímabilið og ef eigi að breyta því eigi að koma fram ósk og beiðni frá meiri hluta þingmanna. Hún hefur augljóslega ekki komið fram, enda menn orðnir ansi þreyttir á þessu máli sem var samt vissulega ekki gott.

Síðan er þó það að nýta 94. gr. sem hingað til hefur verið notuð til annarra hluta en að víkja frá 6. gr. Þá má líka gera sér grein fyrir því, þeir sem hafa skoðað lögin, að það hefur ekki verið vilji löggjafans, enda hefur 94. gr. aldrei verið notuð á þann hátt.

Ég lýsi mikilli furðu yfir því hvernig þetta mál allt er komið og mér finnst framkoman óhefluð.