149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

afbrigði.

[14:29]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (U) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þingforseti baðst afsökunar á tali sex þingmanna án þess að gera grein fyrir því á hverju hann var að biðjast afsökunar hjá hverjum um sig. Þetta gerði hann í ræðu 3. desember sl. þar sem hann kallaði allsherjarfordæmingu þjóðarinnar yfir sexmenningana.

Af þessu tilefni spyr ég hæstv. forseta: Nákvæmlega hvað er það sem ég lét mér um munn fara við þetta tilefni sem kallaði á þá fordæmingu og afsökunarbeiðni? Nákvæmlega hvað sagði ég sem kallar á að forseti Alþingis biðjist afsökunar á því?