149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

afbrigði.

[14:32]
Horfa

Una María Óskarsdóttir (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég fór yfir það áðan að mér finnst þetta gerræðisleg vinnubrögð. Það kemur fram í 6. gr. þingskapalaga að forsetar og varaforsetar skuli sitja allt kjörtímabilið nema fyrir liggi beiðni meiri hluta þingmanna. Nú ætlar hæstv. forseti þingsins að beita 94. gr. sem hefur aldrei verið beitt með þessum hætti en í anda laganna, ef menn fara yfir það, hefur löggjafinn ekki ætlast til að svo yrði gert.

Ég spyr: Finnst þingmönnum í lagi að 94. gr. sé beitt með þessum hætti? Þetta mál er komið í algjört öngstræti og ég óska eftir því að gert verði hlé á þingfundi, í það minnsta, ef þetta verður ekki dregið til baka.