149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

afbrigði.

[14:33]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (U) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þetta er hlægilegt mál. Afgreiðslan á þessu máli hér í þinginu er hið hlægilegasta mál. Herra forseta verður tíðrætt um það hversu einróma forsætisnefnd hafi verið í öllum sínum ákvörðunum. Vanhæf forsætisnefnd var einróma að ákveða þetta og ákveða hitt. Hann lýsir því yfir hvað þessi hæfa, minni háttar, auka- eða varaforsætisnefnd tveggja manna eigi að gera. Hann er að segja þeim hvað þeir eigi að gera. Þetta er hlægilegt mál, hann er búinn að segja þeim hvert hlutverk þeirra eigi að vera. Þetta minnir óþyrmilega á landsdómsmálið hvað varðar pólitískan blæ sem er yfir allri afgreiðslu málsins, nema hvað nú eru leikendur með Vinstri grænum sjálfur Sjálfstæðisflokkur Íslands sem greiddi reyndar allur atkvæði á móti þeim ákærum sem pólitískt var beitt þar af fullkominni ófyrirleitni.