149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

afbrigði.

[14:37]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég hlustaði vel á orð hæstv. forseta hér áðan þar sem hann tók sérstaklega fram að í kjölfarið á þessu máli eigi að endurskoða reglur, þ.e. reglur vegna siðanefndar og forsætisnefndar. Ég spyr: Af hverju á að gera það þá? Af hverju er ekki verið að skoða þessar reglur núna? Eru einhverjar ástæður til að endurskoða þær o.s.frv.? Þetta þýðir aðeins eitt: Við erum að fara að fylgja, ef fram heldur sem horfir, hæstv. vanhæfum forseta í máli sem ekki á sér lagastoð.