149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

afbrigði.

[14:43]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (U):

Herra forseti. Ég tel mig ekkert hafa að óttast gagnvart siðanefnd. Til mín hafa ekki verið rakin ummæli sem eru meiðandi eða særandi í garð nokkurs manns. Ég hef ekki hallað orði á nokkurn mann. En forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu og yfir sjálfan sig blett á sinni forsetatíð. Ég lýsi samúð minni með hv. þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að hafa látið teyma sig út í þær ógöngur sem þeir bersýnilega eru í.

Ég segi nei.