149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

afbrigði.

[14:48]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M):

Hæstv. forseti. Þetta er sorglegt, það er bara eitt orð yfir það. Það sem verið er að gera hér mun draga dilk á eftir sér, myndi ég segja, vegna þess að hér er verið að beita óbilgirni í krafti atkvæðamunar sem á ekkert skylt við lýðræði. Þetta getur komið niður á þinginu seinna. Nú er fordæmið komið í boði hæstv. forseta, það er hægt með þingmeirihluta að kjósa í nýjar nefndir eða kjósa varamenn inn ef svo háttar til að við viljum koma ákveðnum málum í gegn. Og nú er það gert. Þetta er í beinni ætt við ráðstjórnarríki. Ég verð að segja það, kæru félagar mínir, Sjálfstæðismenn: Þessu átti ég ekki von á.

Þingmaðurinn segir nei.