149. löggjafarþing — 56. fundur,  23. jan. 2019.

mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi.

274. mál
[16:30]
Horfa

Flm. (Guðjón S. Brjánsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður bendir á ýmis áhugaverð efni. Eins og ég hef nefnt er þessi málaflokkur mikilvægur í öllum okkar nánustu Evrópuríkjum og tekur mikið rými í umræðunni. Við höfum til þessa búið í nokkuð miklu skjóli. Við búum á eyju og getum takmarkað mjög flæði fólks til okkar og raunar frá. En Danir hafa ekki farið varhluta af því að þangað vill sækja og hefur sótt mjög mikið af innflytjendum. Hv. þingmaður talaði um að Danir hefðu gert mistök. Hver telur hann að stærstu mistök Dana í málefnum innflytjenda hafi verið? Hver telur hann að ættu að vera stærstu áhersluatriði okkar? Og þá kannski í framhaldinu, eftir að hafa lesið þessa þingsályktunartillögu telur hv. þingmaður að hann muni styðja málið þegar til umræðunnar og afgreiðslu málsins kemur?