149. löggjafarþing — 56. fundur,  23. jan. 2019.

stjórnarskipunarlög.

501. mál
[18:14]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni kærlega fyrir yfirferð sem var mjög gagnleg. Ég hnaut um það að hann tilgreindi ekki uppáhaldsákvæði mitt í núgildandi stjórnarskrá. Þess vegna langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hann geti útskýrt umrætt ákvæði fyrir mér sem er í 30. gr. núgildandi stjórnarskrár og hljómar svo:

„Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.“