149. löggjafarþing — 56. fundur,  23. jan. 2019.

stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð.

233. mál
[19:00]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er einmitt tilraun til að ná til þeirra sem eru með lægri tekjur. Tölurnar í úrræðinu hingað til sýna að þeir sem eru með hærri tekjur geta nýtt það betur, sem er ekki alveg sem heppilegast. Við viljum búa til úrræði sem allir geta nýtt sér og einnig er kannski pæling — af því að það er svona 10 ára tímabil sem er talað um þarna — að ef fólk er að nýta hluta, á t.d. 25% af íbúðinni, væri það þá með 40 ára tímabil fyrir 25% hlut eða eru það 10 ár líka miðað við 100% eign? Ef maður ætti 100% í íbúðinni og nýtir sér úrræðið og má nýta sér það til 10 ára, gæti maður þá kannski nýtt sér það til 40 ára ef maður væri bara með 25% eign? Þetta eru svona pælingar um svigrúm, ef það getur hjálpað til við að auka eignarhlutdeildina á einhvern hátt eða eitthvað svoleiðis. Ég var að reyna að trappa mig upp í því að fólk geti einmitt stækkað hlutdeild sína í íbúð þar til það að lokum skilar sér í því að vera með skuldlausa íbúð þegar viðkomandi er kominn á eftirlaun. Því það er náttúrlega markmiðið ef lífeyrissjóðakerfið eins og það er í dag á að ganga upp.