149. löggjafarþing — 56. fundur,  23. jan. 2019.

stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð.

233. mál
[19:02]
Horfa

Flm. (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Forseti. Ég hafði ekki velt þessu mikið fyrir mér og heldur ekki skoðað neitt sérstaklega hvort það komi til skerðingar, þá á hámarksfjárhæðum, út frá hlutaskiptingum sem þessum. En auðvitað: Ef fjórir einstaklingar kaupa sér íbúð saman, sem hver um sig gæti nýtt hámarksfjárhæðirnar, er eignamyndun í þeirra hlut auðvitað býsna hröð. Ég held að það þyrfti ekkert að lengja tímann í því samhengi.

Ég held að það væri áhugavert að skoða það í viðkomandi þingnefnd. Ég hafði nú ekki óskað eftir neinni sérstakri þingnefnd um þetta en reiknaði með að það yrði efnahags- og viðskiptanefnd þar sem þetta er nú svona skattatengt mál. Það væri áhugavert að skoða hvort hægt væri að auka frekar sveigjanleika hvað þetta varðar.