149. löggjafarþing — 56. fundur,  23. jan. 2019.

málefni aldraðra.

306. mál
[19:32]
Horfa

Flm. (Ólafur Ísleifsson) (U):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmönnum sem hafa tekið þátt í þessari umræðu fyrir að hafa aukið hana og dýpkað. Ég vil sérstaklega þakka hv. þm. Unu Maríu Óskarsdóttur fyrir að tengja efni þessa frumvarps við fjöldamarga þætti sem snúa að vellíðan, hag og heilsufari aldraðra. Það er mjög dýrmætt og mikilvægt að fjalla um þetta mál í því ljósi sem hv. þingmaður dró svo vel fram í sinni ræðu. Sömuleiðis vil ég þakka hv. þm. Karli Gauta Hjaltasyni fyrir að setja málið í heild sinni í mjög skarpt og skýrt ljós.

Herra forseti. Ég vil við lok þessarar umræðu leyfa mér að leggja til að frumvarpið gangi til hv. velferðarnefndar og 2. umr.