149. löggjafarþing — 57. fundur,  24. jan. 2019.

Brexit.

[10:57]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Þetta var ágætur fyrirlestur hjá hæstv. utanríkisráðherra sem að vanda dregur kolrangar ályktanir af staðreyndum máls. Það er ekki við Evrópusambandið að sakast að Bretum tekst ekki að komast þaðan. Það er þeirra eigið sjálfskaparvíti sem blasir við öllum sem hafa opin augu og eyru. En það er kannski ekki hægt að segja alltaf um hæstv. utanríkisráðherra.

Að hinu vil ég spyrja hann: Hafa verið gerðar ráðstafanir vegna hagsmuna íslensks sjávarútvegs? Bretar taka við miklum hluta af fiskútflutningi okkar. Fari þeir úr Evrópusambandinu án samnings og ef ekki tekst að gera fríverslunarsamninga milli Bretlands og Evrópusambandsins verða hagsmunir íslensks sjávarútvegs í uppnámi þar sem (Forseti hringir.) verulegur hluti af þeim fiski sem fer til Bretlands er seldur áfram til meginlands Evrópu. Sýnir þetta ekki einmitt í hnotskurn (Forseti hringir.) að fjölþjóðlegt samstarf er miklu mikilvægara en tvíhliða samstarf?