149. löggjafarþing — 57. fundur,  24. jan. 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[14:00]
Horfa

Forseti (Brynjar Níelsson):

Borist hafa fjögur bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við eftirfarandi fyrirspurnum: fyrirspurn á þskj. 254, um íslenska ríkisborgara á Bretlandi og útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, frá Jóni Steindóri Valdimarssyni, (Gripið fram í.)fyrirspurn á þskj. 443, um fjölda starfsmanna sem vinna við gerð lagafrumvarpa, frá Karli Gauta Hjaltasyni, (JónG: Sérstaklega …) fyrirspurn á þskj. 510, um útgáfu á ársskýrslum, frá Óla Birni Kárasyni, og fyrirspurn á þskj. 64, um orkupakka ESB, eftirlitsstofnanir sambandsins og EES-samninginn, frá Óla Birni Kárasyni.