149. löggjafarþing — 57. fundur,  24. jan. 2019.

kosningar til sveitarstjórna.

356. mál
[16:24]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég tek undir allt sem hv. þm. Andrés Ingi Jónsson sagði núna um loftslagsbreytingar. Þetta er ekkert grín. Við erum að horfa upp á mjög alvarlega hluti sem eru að gerast mjög hratt og við þurfum að virkja sem flesta. Samtakamátturinn getur verið mikill. Við ætlum t.d. ekkert að láta einn einstakling í Bandaríkjunum, sem situr í valdastóli þar, ráða örlögum þessa heims sem við búum í, þessarar jarðar. Það er um að gera að virkja unga fólkið.