149. löggjafarþing — 57. fundur,  24. jan. 2019.

búvörulög.

295. mál
[17:05]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Þorsteini Víglundssyni fyrir þetta andsvar. Það var líka eitt sem mig langaði aðeins að drepa á hér. Fyrir tveimur árum, þ.e. í hittiðfyrra, lækkaði verð til sauðfjárbænda um þriðjung, árið þar á undan um 10%. Ég var búinn að spyrja mjög að því, m.a. í þessum stól hér, hvert þetta hefði farið vegna þess að lambalæri kostaði það sama út úr búð. Það datt reyndar upp úr einum varaþingmanni hér í haust að þessar verðlækkanir til bænda hefðu ratað til afurðastöðva sem væru á horriminni. Þá hlýtur maður að spyrja: Ef þær væru sameinaðar í sterkari einingu myndi aðgerð eins og þessi væntanlega skila sér betur til neytenda og bænda líka, ef rekstrarkostnaður þessara fyrirtækja yrði lægri með meiri hagræðingu og meiri stærðarhagkvæmni. Eða hvað?