149. löggjafarþing — 58. fundur,  29. jan. 2019.

alþingistíðindi.is.

[13:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill geta þess að nú er búið að opna nýjan vef, alþingistíðindi.is, þar sem Alþingistíðindi frá 1845 til og með 2009 hafa verið skönnuð inn og eru aðgengileg blaðsíðu fyrir blaðsíðu. Má segja að þessi vefur, ásamt aðalvef Alþingis, gefi nú nær tæmandi upplýsingar um störf alþingismanna og störf Alþingis allt frá endurreisn þess 1845.

Forseti þakkar öllum þeim sem hafa unnið að þessu fyrir þeirra góðu störf.