149. löggjafarþing — 58. fundur,  29. jan. 2019.

rekstrarumhverfi afurðastöðva.

[14:04]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég hefði kannski viljað hafa það aðeins öðruvísi og beinskeyttara en það er nú bara þannig. Í því frumvarpi sem hv. þingmenn Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir leggja fram er gengið út frá því að farið verði í gegnum búvörulögin þar sem við förum svipaða leið og gert er í mjólkuriðnaði. Ég tel mjög mikilvægt að við stígum þetta skref og könnum hvað við getum gert. Ég skora á ráðherrann að setja þessa vinnu af stað, hvaða áhrif þessi undanþága fyrir kjötiðnaðinn gæti haft í harðnandi samkeppni við innflutning. Hæstv. ráðherra er vel kunnugt hvernig tollasamningurinn er og hvaða áskoranir eru fram undan.