149. löggjafarþing — 58. fundur,  29. jan. 2019.

skýrsla um áhrif hvala á lífríki sjávar.

[14:12]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka ráðherra fyrir svarið. Það sem er áhugavert er sú staðreynd að þótt gefið sé til í kynna í þeirri 20 ára gömlu rannsókn sem Hagfræðistofnun vísar til í skýrslu sinni að mögulega, ef til vill, kannski, hugsanlega hafi afrán hvala á fiskstofna áhrif er alls ekki hægt að fullyrða neitt um það, enda þarf að fara í mun umfangsmeiri rannsóknir en hefur verið farið í hingað til. Það eru rannsóknir sem ég tel að sé full ástæða til að fara í, burt séð frá allri umræðu um hvalveiðar eða ekki hvalveiðar, enda mikilvægara en nokkru sinni fyrr að við aukum skilning okkar á lífríki sjávar í kringum landið, einkum með tilliti til allra þeirra breytinga sem við stöndum frammi fyrir með hækkandi hitastigi sjávar, nýjum lífverum og breyttum sjávarsstöðvum.

Því langar mig að spyrja í síðari ræðu: Mun ráðherra beita sér fyrir því að auknir fjármunir verði settir til Hafrannsóknastofnunar svo raunverulega verði hægt að rannsaka vistkerfi sjávar í kringum Ísland?