149. löggjafarþing — 58. fundur,  29. jan. 2019.

hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[15:25]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Aðstæður árið 2012 voru í rauninni allt aðrar þegar við horfum á tæknina, þegar við horfum á regluverkið, þegar við horfum á framþróun í fjármálakerfinu núna árið 2019, sem er til marks um að allt er á fleygiferð í þeirri tækni, sem mun hafa áhrif á rekstur bankanna. Við vitum það. Þess vegna þurfum við að taka greiðslumiðlunina niður og velta því fyrir okkur hvort það er ekki einmitt gott fyrir samkeppnina að hafa ríkisbanka sem þjónar heimilum, þjónar litlum og meðalstórum fyrirtækjum og sér um örugga greiðslumiðlun og að það sé ákveðinn fastur punktur fyrir samkeppnina, sem er nauðsynleg á markaðnum.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort hann telji ekki skipta máli að bankakerfið þjónar 200 manna vinnumarkaði og nýtir örmynt sem (Forseti hringir.) enginn annar en við vill nota. Er það ekki breyta sem skiptir máli þegar við tölum um að selja bankana og (Forseti hringir.) hugsanlega kaupendur?