149. löggjafarþing — 58. fundur,  29. jan. 2019.

hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[15:34]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sú gagnrýni sem hv. þingmaður kemur með í umræðu um hvítbók um framtíð fjármálakerfisins er gagnrýni á skýrsluna.

Ég tek undir þau rök sem eru í skýrslunni. Þau eru vel útfærð. Skýrslan er upp á u.þ.b. 300 blaðsíður. Þau rök eru sterk að mínu áliti. Ég er ósammála hv. þingmanni varðandi samkeppnisþáttinn. Það er augljóst í mínum huga að það er ástæða fyrir því að ríki í Evrópu leggja ekki áherslu á ríkiseignarhald.

Þar sem lögð er áhersla á ríkiseignarhald höfum við almennt töluvert frábrugðið stjórnkerfi borið saman við Ísland. Við erum að tala um Kína, Rússland, Suður-Ameríku, við erum að tala um einstaka ríki Mið-Ameríku, nokkur ríki í Norður-Afríku o.s.frv. Ef það eru fyrirmyndirnar sem hv. þingmaður vill held ég að við séum ósammála um margt annað en rökin fyrir því að draga úr eignarhaldi ríkisins.

Reyndar kom dálítið annars konar þingmaður upp í seinna andsvari hv. þingmanns sem vildi einmitt losa um eignarhaldið. Hann vildi bara að gera það með aðeins öðrum rökum (Forseti hringir.) en sá sem hér stendur. (Gripið fram í.) Ég hef ekki enn þá fengið þau þó að ég hafi kallað eftir þeim.