149. löggjafarþing — 60. fundur,  31. jan. 2019.

kjör öryrkja.

[10:58]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra svörin en þar talar hann um fólk sem hann er búinn að hneppa í fátæktargildru, það fólk getur enga björg sér veitt. Ég get bara ekki sætt mig við að það sé einhvers staðar, bara af því bara, svoleiðis hlutir. Við verðum að leysa þetta. Þetta er ömurlegt.

Ég spyr aftur: Finnst honum 392.000 kr. fyrir alla, skerðingarlaust, ekki bara frábær lausn? Eigum við ekki að hafa stjórnarskrána til fyrirmyndar, að allir séu jafnir fyrir lögum? Ber okkur ekki skylda til að sjá til þess að fólk geti lifað mannsæmandi lífi af launum sínum, að það eigi fyrir húsnæði en ekki bara húsnæðinu og þurfa svo að svelta? Ég segi fyrir mitt leyti: Okkur ber skylda til að sjá til þess að allir geri það. Síðan vil ég líka fá að vita hvort búið sé að fjármagna það sem varðar búsetuskerðingar. Hvað á að gera við þessa milljarða sem eru króna á móti krónu skerðingin og þeir sitja á enn þá?