149. löggjafarþing — 60. fundur,  31. jan. 2019.

norrænt samstarf 2018.

523. mál
[11:34]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp bara til að taka undir þau orð sem sögð voru hér af kollegum mínum og þakka starfandi formanni, Oddnýju Harðardóttur, kærlega fyrir skýrsluna sem hún fór með hérna áðan. Fyrst er að segja að þetta er mjög svo nauðsynleg samvinna og er gefandi og afar mikilvæg. Það sem mig langar kannski að bæta við það sem sagt hefur verið hér er að þakka sérstaklega fyrir alla þá aðstoð sem við höfum fengið í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Sérstaklega vil ég þakka fyrir túlkun sem við höfum notið og starfsfólkið sem heldur vel utan um starf okkar allt. Mig langar sérstaklega að þakka ritara Íslandsdeildarinnar, Helga Þorsteinssyni, fyrir mjög svo gott utanumhald og hvernig hann hefur leitt okkur í gegnum þessa vinnu sem nú er komin á ákveðinn rekspöl. Ég vildi bara nefna þetta hér.