149. löggjafarþing — 60. fundur,  31. jan. 2019.

ÖSE-þingið 2018.

527. mál
[14:08]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Það er gott að fá þessa yfirferð og ég er algjörlega sammála hv. þingmanni um mikilvægi þess að við ræðum þessi mál miklu frekar. Mig langaði til að spyrja aðeins út í það sem kallað er SMM-verkefnið hjá ÖSE, sérstök eftirlitsverkefni í Úkraínu — á ensku, með leyfi forseta: Special monitoring mission. Ísland er, eftir því sem ég best veit, eina aðildarríkið að ÖSE sem er ekki með neinn fulltrúa í þeirri nefnd, í því verkefni, eins og er. Mér hefur fundist frekar slæmt fyrir okkur að vera ekki með neinn í því. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort þetta hafi eitthvað komið til umræðu á ÖSE-þinginu, það hvað Ísland stendur sig illa í þessu verkefni, að vera eina ríkið sem er ekki með mannafla til að vinna í þessu.